Einkatímar

einkatimar

Skáldsagnaskrif eru ekki einstaklingsíþrótt. Sögurnar mínar verða að miklu leyti til í samræðum við frjótt og skemmtilegt fólk og samvinnu við vana ritstjóra. Ég býð upp á einkatíma fyrir ykkur sem eruð að skrifa skáldsögu eða smásögur og vantar stuðning, hvatningu og hagnýtar leiðbeiningar.

Ef þú ert að vinna að skáldverki, eða þekkir einhvern sem hefði gott af að viðra hæfileika sína, hafðu þá samband með því að senda mér einkaskilaboð á Fésbók eða línu í netfangið gudruneva@akademia.is

Ljóð og leikrit eru ekki mín sérgrein, en þið sem eruð með kvikmyndahandrit í smíðum eruð í góðum höndum hjá Hinni íslensku frásagnarakademíu.

September 11, 2012 News